top of page

Persónuverndarstefna – Pírumpár

Okkur hjá Pírumpár er annt um öryggi og persónuvernd viðskiptavina okkar. Í þessari persónuverndarstefnu kemur fram í hvaða tilgangi við söfnum persónuupplýsingum og hvernig við meðhöndlum þau gögn. Markmið okkar er að tryggja að viðskiptavinir okkar séu vel upplýstir um hvernig við vinnum með persónuupplýsingar í samræmi við gildandi lög og reglur.

 

Ábyrgð

Pírumpár kt. [710122-2100], hér eftir nefnt Pírumpár eða við, er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem við söfnum og meðhöndlum sem söluaðili. Fyrirtækið er staðsett í Stakkholti 2b, 105 Reykjavik og hægt er að hafa samband vegna fyrirspurna um meðferð persónuupplýsinga með því að senda tölvupóst á hallo@pirumpar.is.

​​

Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

Við söfnum eingöngu þeim persónuupplýsingum sem nauðsynlegar eru fyrir rekstur vefverslunar okkar, svo sem:

• Til að afgreiða pantanir og afhenda vörur.

• Til að halda utan um samskipti við viðskiptavini og veita góða þjónustu.

• Til að uppfylla lagalegar skyldur og tryggja öryggi í viðskiptum.

• Til að senda upplýsingar eða tilboð í markaðstilgangi, ef samþykki liggur fyrir.

• Til að tryggja að reglum um aldurstakmark sé fylgt.

 

Ef viðskiptavinur veitir ekki nauðsynlegar upplýsingar gætum við ekki veitt þjónustu eða afhent vörur.

 

Miðlun persónuupplýsinga

Við miðlum persónuupplýsingum eingöngu:

• Með samþykki viðskiptavinar.

• Til þriðju aðila (vinnsluaðila) sem vinna þjónustu fyrir okkar hönd – t.d. vefhýsingarþjónustur eða greiðslugáttir.

• Í samræmi við lög eða skyldur sem á okkur hvíla.

 

Allir vinnsluaðilar sem við nýtum eru skuldbundnir til að vernda gögnin og vinna þau einungis í þeim tilgangi sem við höfum samið um. Aðal vinnsluaðili okkar er Shopify, þar sem vefverslun okkar er hýst. Þú getur kynnt þér persónuverndarstefnu Shopify hér.

 

Við leigjum aldrei út og seljum aldrei persónuupplýsingar.

​​

Öryggi gagna

Við leggjum áherslu á að tryggja örugga meðhöndlun persónuupplýsinga. Við notum viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar öryggisráðstafanir til að vernda gögnin gegn óleyfilegum aðgangi, breytingum eða glötun.

​​

Breytingar á persónuverndarstefnu

Við áskiljum okkur rétt til að breyta persónuverndarstefnunni hvenær sem er. Allar breytingar verða birtar með skýrum útgáfudegi og nýjustu útgáfuna má alltaf finna á www.pirumpar.is.

​​

Fyrirspurnir og samband

Ef þú hefur spurningar um hvernig við söfnum, geymum eða meðhöndlum persónuupplýsingar, ekki hika við að hafa samband í gegnum hallo@pirumpar.is.

Persónuverndarstefna samþykkt: 31.03.2025

bottom of page