Skilmálar
Skilmálar Pírumpár
Við hjá Pírumpár leggjum metnað í að veita persónulega, hlýja og faglega þjónustu. Hér fyrir neðan má finna skilmála sem gilda um kaup í vefverslun okkar. Ef einhverjar spurningar vakna, þá má endilega hafa samband í gegnum hallo@pirumpar.is.
Pantanir og afgreiðsla
Pantanir geta tekið allt að 3-5 virka daga að afgreiða. Viljir þú hætta við pöntun eftir að hún hefur verið staðfest í vefverslun, þá er best að hafa samband við okkur sem allra fyrst í gegnum hallo@pirumpar.is eða í síma 821-0825. Ef pöntunin hefur verið afgreidd (teiknuð og prentuð) áskiljum okkur rétt til að endurgreiða pöntunina ekki.
Afhending og sendingar
Allar vörur eru sendar með Íslandspósti eða Dropp. Skilmálar þeirra gilda um afhendingu og flutning. Ef vara týnist eða skemmist í flutningi, hafðu þá strax samband við okkur svo við finnum lausn saman.
Við sendum allar pantanir skráðar og með rekjanlegu sendingarnúmeri.
Frí sending:
• Ef pöntun er yfir 20.000 kr. með Dropp
• Ef pöntun er yfir 20.000 kr. með Íslandspósti
Gölluð eða skemmd vara
Listaverk (t.d. Málverk eða prentverk) sem eru sérpöntuð eða unnin eftir óskum viðskiptavinar falla ekki undir almenna skilaréttarreglu. Sé um að ræða galla eða röng afhending, leysum við málið eins fljótt og auðið er. Hafðu samband ef þú ert í vafa.
Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru settir samkvæmt íslenskum lögum. Rísi ágreiningur um skilmálana skal málið rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ábendingar og kvartanir
Við hjá Pírumpár tökum öllum ábendingum fagnandi. Ef þér finnst eitthvað óskýrt eða ef spurningar vakna má endilega hafa samband – við viljum að allir viðskiptavinir okkar séu ánægðir.
Ef upp kemur ágreiningur sem ekki næst að leysa, má vísa máli til:
Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa
Borgartún 21, 105 Reykjavík
